Sólmyrkvi staðfestir afstæðiskenninguna

Sólmyrkvi staðfestir afstæðiskenninguna
Sjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjarnvísindafélag Íslands ásamt Háskóla íslands kynna: Sólmyrkvi staðfestir afstæðiskenninguna. Matthias Baldurson Harksen, doktorsnemand við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur fyrir almenning.
Staður og stund: Hús Vigdísar klukkan 20:00 fimmtudaginn 23. október.
Erindið verður á íslensku.
Öll velkomin!
Ágrip
Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sýnilegur á vestanverðu Íslandi. Á höfuðborgarsvæðinu mun hann vara í rúmlega mínútu en nær tvöfalt lengur á Látrabjargi. Síðast sást almyrkvi á Íslandi árið 1954 og sá næsti verður ekki fyrr en árið 2196. Almyrkvi á sólu er sjaldséð og einstök náttúruupplifun. Ljós hverfur úr miðjum degi, hitastig lækkar og fuglar hætta að syngja. Fyrir flesta núlifandi Íslendinga verður þetta eina tækifærið til að verða vitni að almyrkva. Ætlar þú að láta þetta fram hjá þér fara?
Almyrkvar hafa einnig gegnt mikilvægu hlutverki í sögu vísindanna. Með þeim er hægt að sannreyna almennu afstæðiskenninguna og bera saman lýsingu Einsteins og Newtons á þyngdarkraftinum. Í fyrirlestrinum verður sagt frá því hvernig Arthur Eddington tókst árið 1919 að staðfesta kenningu Einsteins með mælingum sem sýndu að ljós frá fjarlægum stjörnum sveigðist í þyngdarsviði sólar. Í samstarfi við Sævar Helga Bragason og Toby Dittrich munum við endurtaka þessa sígildu tilraun með nútíma mælitækjum í sólmyrkvanum 2026.