Stjarnvísindafélag Íslands

Markmið Stjarnvísindafélag Íslands er að stuðla að vexti og viðgangi rannsókna í stjörnufræði og stjarneðlisfræð.

The Icelandic Astronomical Society

Fyrirlestrar og kynningar

*
Hulinn heimur — leyndardómar hulduorku og hulduefnis
Andrés Alejandro Plazas Malagón heldur erindi í Húsi Vigdísar 16. september 2024 klukkan 20:00
Hulinn heimur — leyndardómar hulduorku og hulduefnis
Fyrstu stjörnurnar og rannsóknir á hjara veraldar
Cynthia Chiang heldur erindi í Húsi Vigdísar 7. maí 2024 klukkan 20:00
Fyrstu stjörnurnar og rannsóknir á hjara veraldar
Svarthol
Matthias Harksen heldur erindi í Húsi Vigdísar 10. apríl 2024 klukkan 20:00
Svarthol
Fjársjóðsleit meðal dvergvetrarbrauta
Ása Skúladóttir heldur erindi í Öskju 23. nóvember 2023 klukkan 20:00
Fjársjóðsleit meðal dvergvetrarbrauta
Stjarnvísindi á Suðurspólnum
Sasha Rahlin heldur erindi í Húsi Vigdísar 13. september 2023 klukkan 19:30
Stjarnvísindi á Suðurspólnum

Stjórn félagsins

Formaður: Jón Emil Guðmundsson
Ritari: Snævarr Guðmundsson
Gjaldkeri: Sævar Helgi Bragason
Endurskoðendur: Þorsteinn Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Dunhaga 5, 107 Reykjavík, Iceland
Kt: 710112-1500

Lög félagsins

Síðast breytt 1. desember 2018

Lög félagsins eru sem hér segir:

  1. Félagið heitir Stjarnvísindafélag Íslands (Enskt heiti: The Icelandic Astronomical Society.)

  2. Markmið félagsins er að efla stjarnvísindi á Íslandi.

  3. Til þess að ná markmiðum sínum mun félagið meðal annars:

    • Stuðla að vexti og viðgangi rannsókna í stjörnufræði og stjarneðlisfræði.
    • Efla kynni íslenskra stjarnvísindamanna innbyrðis og við aðra áhugamenn um stjarnvísindi í landinu.
    • Vera vettvangur fræðslu og skoðanaskipta um stjarnvísindaleg efni, meðal annars með því að halda ráðstefnur og umræðu- og fyrirlestrafundi og gefa út fréttabréf.
    • Stuðla að auknum samskiptum íslenskra og erlendra stjarnvísindamanna, koma fram fyrir hönd félagsmanna á erlendum vettvangi og vera aðili að alþjóðasamtökum og alþjóðasamvinnu á sviði stjarnvísinda.
    • Fylgjast með kennslu í stjörnufræði í íslenskum skólum og stuðla að framförum á því sviði.
    • Beita sér fyrir aukinni almenningsfræðslu um stjarnvísindin og sögu þeirra.
  4. Félagar geta orðið allir þeir sem lokið hafa háskólaprófi í stjarnvísindum eða öðrum skyldum greinum. Þeir sem óska að gerast félagar skulu sækja um það til stjórnar. Rísi ágreiningur um aðild að félaginu, sker aðalfundur úr.

  5. Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti. Skal formaður kosinn annað árið, en hitt árið skal kjósa tvo stjórnarmenn. Kosningarnar fara fram á aðalfundi.

  6. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í nóvember eða desember ár hvert og til hans boðað bréflega með að minnsta kosti viku fyrirvara. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

    1. Kosning fundarstjóra og ritara.
    2. Skýrsla stjórnar flutt.
    3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
    4. Lagabreytingar.
    5. Kosning stjórnarmanna.
    6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.
    7. Ákvörðun árgjalds.
    8. Önnur mál.

    Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti úrslitum nema annað sé tekið fram í félagslögum.

  7. Starfsár félagsins og reikningsár skulu vera milli aðalfunda.

  8. Lagabreytingar geta aðeins orðið á aðalfundi og skulu tillögur þar að lútandi sendar út með fundarboði aðalfundar. Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að þær hafi hlotið að minnsta kosti 2/3 greiddra atkvæða.

(Lögin voru upphaflega samþykkt á stofnfundi félagsins 2. desember 1988. Þeim var lítillega breytt (4. og 6. grein) á aðalfundi 8. desember 2007 og aftur (6. grein) á aðalfundi 1. desember 2018.)

Myndir frá viðburðum

Hafa samband

Allar fyrirspurnir má senda á stjórnarmeðlimi félagsins: Jón Emil Guðmundsson (jegudmunds@gmail.com), Snævarr Guðmundsson (snaevarr@nattsa.is) og Sævar Helgi Bragason (saevarhb@gmail.com).