Sumarfundur 2023
Umræður um ýmis málefni tengd SÍ — stillum saman strengi fyrir komandi verkefni
Umræðuefni
- Uppfærð vefsíða, Facebook, og google groups fyrir póstlista
- Fyrirlestrarröð fyrir almenning næsta skólaár
- Sögunefnd og upptökur viðtala
- Sjónauki á þaki Árnagarðs
- Geimvísindi og geimiðnaður á Íslandi
- Nýir félagsmenn og félagaskrá
- Orðasafn og orðanefnd
- Tekjur og innheimta félagsgjalda
- Fundargerðir
- Lagabreytingar?
- Önnur mál
Glærur
Glærur sem farið var yfir á fundi má nálgast hér.
Fundargerð (rituð af Snævarri Guðmundssyni)
Fjarfundur Stjarnvísindafélags Íslands, þann 20-06-2023, kl. 20:00 - 21:30 Mættir á skjá: Jón Emil Guðmundsson (JEG), Kári Helgason (KH), Sigríður Kristjánsdóttir (SK), Guðmundur K. Stefánsson (GKS), Einar H. Guðmundsson (EHG), Sævar H. Bragason (SHB) og Snævarr Guðmundsson (SG). Þorsteinn Vilhjálmsson mætti kl. 21:06.
Hugsanleg umræðuefni:
- Uppfærð vefsíða, Facebook, og Google groups fyrir póstlista
- Fyrirlestrarröð fyrir almenning næsta skólaár
- Sögunefnd og upptökur viðtala
- Sjónauki á þaki Árnagarðs
- Geimvísindi og geimiðnaður á Íslandi
JEG hóf fundinn kl. 20:05 með því að leggja fram tillögurnar að fundarefni: Tillaga að dagskrá. Ýmis atriði sjá glæru.
Uppfærð vefsíða – 20:08
JEG ræddi núverandi síðu, uppsetningu og efni. Og framtíðarsýn. EHG og SG voru sammála að það þyrfti að lagfæra. Hver geymir síðuna? Enn óvissa SK: Hver er tilgangur síðunnar og hvað á hún að kynna? JEG: Gæti geymt fundargerðir, væntanlega fundi, kynningar, fréttir Upp spratt umræða um tilgang með heimasíðu SV, einföldun o.fl. til máls tóku KH, JEG, SK, SG og EHG.
KH sagði að Lawrence Krauss ætti aftur leið til Íslands í júlí, velti vöngum um hvort hægt væri að setja upp einhvern viðburð. Í ljósi þess að hann hefur verið kenndur við vafasamt atvik, þess vegna var svolítið hik á því hvað gera skyldi að þessu sinni.
EHG velti upp hvort að HÍ gæti sett upp viðburð með honum? Stuttar umræður um hann og aðra vísindamenn sem eiga leið til Íslands. KH sagði að fleiri ráðstefnur væri í gangi og í aðsigi, og nefndi dæmi um það
Facebook og Google groups (GG) – 20:36
JEG: 18 meðlimir á FB, mætti bæta við. GG hjálpar til við að halda utan um netfangalista og tölvusamskipti. EHG minnti á að netfanglisti hjá Páli Jakobssyni væri úreltur.
Fyrirlestraröð – 20:40
JEG kynnti tillögu að fyrirlestrum yfir allt skólaárið, t.d. 2023-2024. Hefur verið í umræðum við nokkra kandídata, þ.m.t. Íslendinga. 4-6 fyrirlestrar yfir árið. Fyrirlestraröð á skólaári. GKS lýsti ánægju yfir tillögunni og væri tilbúinn til þess að kynna. EHG nefndi Guðjón Henning Hilmarsson sem kandídat, mun hafa verið í BS námi í HÍ. Fór síðan í M.Sc. og til Bonn í PhD nám. JEG. Anna Árnadóttir og stjörnuverið í Perlunni. Umræður um hana og fleiri sem gætu komið að sýningum. Fleiri tjáðu sig, þ. á m. SHB.
Staðsetning, auglýsingar og fleira. Kostnaður og tekjur. Umræður um þessa þætti.
Sögunefnd og upptökur viðtala – 21:00
EHG sagði frá stöðu á þessum málum en tekin hafa verið viðtöl við sex viðmælendur. Viðtölin eru til og verið að fínpússa. Ætla að setja inn á Youtube-síður í nafni SVFÍ. Ef stjórn og félagsmenn vilja áframhald á viðtölum við yngri menn þarf að stokka upp á nýtt. Talsverður kostnaður og mikil vinna að ganga frá viðtölum. Þarf að sækja um í styrktarsjóð Sigrúnar og Þorsteins, næst úthlutað í október 2023. EHG er í sjóðsnefnd, getur ekki komið að framhaldinu.
Það er vilji á þessum fundi til þess að halda áfram. Best að fá einhvern til verksins sem getur fengið greitt fyrir vinnu sína. KH, nefndi Jón Hrólf. Nefndi að fá Þorstein Sæmundsson til að lesa upp frásögn sína. EHG sagðist ekki hafa góða reynslu af Jóni Hrólfi vegna ýmissa afsakana og græjuleysis. Umræður spunnust um hvort HÍ hefði e-k “PR” deild.
Stjörnusjónaukinn á Árnagarði – 21:20
Þó kom til tals stjörnusjónaukinn á Árnagarði sem er í afar slæmu ástandi. Spurning um að flytja hvolfþakið á annað hús og sjónauka með. Ýmislegt sem þarf að gera til þess að uppfylla kröfur um umgengni fyrir almenning. umræður um aðstöðu sjónauka á Íslandi. GKS sagði frá Penn State og almennri stjörnuskoðun og viðburðum með sjónskoðun af tungli, reikistjörnum og djúpfyrirbærum. SHB og SK ræddu um viðburði hér á Íslandi fyrir almenning.
Fundarlok – 21:31
Ákveðið að láta þetta nægja í kvöld en halda fund síðar í haust til þess að ljúka umræðuefnum sem eru nokkrur fleiri talsins.
Fundi slitið kl. 21:32