Aðalfundur 2024
Almenn fundarstörf
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Skjálfta, fundarherbergi á jarðhæð Tæknigarðs, laugardaginn 7. desember, kl. 15-17. Boðið verður upp á kaffi/te og léttar veitingar. Við verðum með Zoom tengimöguleika fyrir þá sem vilja (sjá upplýsingar fyrir neðan).
Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/68575058693
Dagskrá
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar flutt
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnarmanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs
- Ákvörðun árgjalds
- Önnur mál (félagsmönnum er frjálst að leggja til umræðuefni eða bera mál undir félagsmenn): a) Tillögur að nýjum félagsmönnum, b) Viðtöl við raunvísindamenn, YouTube og uppfærsla á vefsíðu, c) Stjarnvísindakennsla í grunn- og menntaskólum landsins, d) Staða NOT sjónaukans og stuðningur frá HÍ, e) Staða Simons Observatory sjónaukans og tengsl við HÍ, f) Kaup á sjónauka fyrir kennslu í HÍ, g) Ráðstefnur á Íslandi á næstu áru, h) Orðaskrá Stjarnvísindafélags Íslands
Fundargerð (rituð af Snævarri Guðmundssyni)
Á fundinn mættu: Jón Emil Guðmundsson (JEG, formaður), Sævar Helgi Bragason (SHB, gjaldkeri og fundarstjóri), Snævarr Guðmundsson (SG, ritari), Gunnlaugur Björnsson (GB), Guðlaugur Jóhannesson (GJ), Einar H. Guðmundsson (EHG), Þórir Sigurðsson (ÞS) og Kári Helgason (KH). Haukur Arason (HA, mætti kl. 15:54)
Aðalfundur félagsins var haldinn í Skjálfta, fundarherbergi á jarðhæð Tæknigarðs, laugardaginn 7. desember, kl. 15-17. Einnig var Zoom tengimöguleiki, sjá: Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/68575058693. Hins vegar tengdi enginn sig inn á fundinn að þessu sinni.
Mæting
Jón Emil Guðmundsson (JEG, formaður)
Sævar Helgi Bragason (SHB, gjaldkeri og fundarstjóri)
Snævarr Guðmundsson (SG, ritari)
Gunnlaugur Björnsson (GB)
Guðlaugur Jóhannesson (GJ)
Einar H. Guðmundsson (EHG)
Þórir Sigurðsson (ÞS)
Kári Helgason (KH)
Haukur Arason (HA, mætti kl. 15:54)
Skýrsla stjórnar
JEG rakti skýrslu frá stjórninni fyrir starfsárið 2024. Fyrirlestrarröð á vegum Stjarnvísindafélagsins og Stjörnuskoðunarfélagsins gekk vel, fjögur erindi voru haldin á árinu 2024. EHG og KH lýstu ánægju sinni með fyrirlestraröðina. Upp spunnust umræður um vænlega fyrirlestrarkosti í framtíðinni. Fyrirlestrarnir fyrir almenning hafa dregið fjölda áhugasamra að og á einum þeirra sem fjallaði um svarthol, varð eiginlega húsfyllir. Einnig fór fram umræða um kostnaðinn við að senda erindin út í streymi, en hann er talsverður. Skýrsla stjórnar samþykkt.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu
Reikningar fyrir starfsárið 2024 lagðir fram. Skoðunarmaður reikninga (GJ) samþykkti framlagða rekstrar- og efnahagsreikninga. Ekki mikil útgjöld á árinu. Félagið virðist standa ágætlega. Reikningar samþykktir. JEG hafði lagt út fyrir léni félagsins og óskaði eftir að fá endurgreitt frá félaginu. Það var að sjálfsögðu samþykkt.
Lagabreytingar
Engar tillögur um lagabreytingar voru lagðar fram á árinu. EHG benti á og lagði til að kosnir yrðu meðstjórnendur eða varamenn í stjórnina. Hann minnti á að stofnfélagar voru aðeins sex í upphafi og á þeim tíma var ekki talin þörf á varamönnum. Engu að síður væri heppilegt að hafa varamenn eða meðstjórnendur sem gætu lagt lið. Hér var lagt til að gera lagabreytingu á næsta aðalfundi og gert ráð fyrir að a.m.k. einn varamaður yrði kjörinn í stjórnina.
Kosning stjórnarmanna
JEG bauð sig fram til formannssetu næstu tveggja ára. Það var samþykkt einróma.
Kosning endurskoðenda → skoðunarmenn reikninga
Skoðunarmenn reikninga voru GJ og Þorsteinn Þorsteinsson. Guðlaugur sat fundinn en ekki Þorsteinn. Þeir voru báðir endurkjörnir sem skoðunarmenn fyrir næsta ár.
Ákvörðun árgjalds
Árgjald samþykkt 3000 kr fyrir alla félagsmenn.
Önnur mál (félagsmönnum er frjálst að leggja til umræðuefni eða bera mál undir félagsmenn)
(a) Tillögur að nýjum félagsmönnum
JEG byrjaði á að nefna nokkra einstaklinga sem mætti bjóða í félagið: Matthías Baldursson, PhD nemi; Benedikt Stefánsson, Institute of Astronomy við KU Leuven; Viktor H. Jónsson, Kristinn Vernharðsson og Þóru Kristínu Karlsdóttur allt fyrrum masters nema í stjörnufræði við Háskólann í Lundi. GJ benti á Helga F. Rúnarsson sem vinnur hjá CCP. Einnig var Andri Grétarson nefndur á nafn. Fundarmenn samþykktu að bjóða mætti þessum einstaklingum í félagið. GB lagði til frænda sinn, Björn Bergsson sem er í Florída. KH lagði til að Páll Jakobsson og Jesus skimuðu eftir vænlegum félögum í Stjarnvísindafélagið.
(b) Viðtöl við raunvísindamenn, YouTube og uppfærsla á vefsíðu
EHG tók fyrir stöðu viðtala við íslenska raunvísindamenn (fá glæru frá JEG hér) sem voru tekin upp árið 2021. Hann sýndi dæmi um viðtölin sem eru nú að finna á Youtube en þau eru við sex eðlis- og stjarneðlisfræðinga. Sá sjöundi, Þorsteinn Sæmundsson sálugi, vildi ekki í viðtal en skráði ýmislegt um lífshlaup sitt á blað. Höfundaréttur á viðtölunum hefur verið skráður á Stjarnvísindafélag Ísland. EHG lagði til um að sérstakur maður hjá Stjarnvísindafélaginu yrði settur til höfuðs þessu verkefni, til þess að halda utn um verkefnið. Hægt að skrá sig inn og “ritstýra”. Og beindi því til stjórnar að slíkt yrði gert. EHG sagði að 600 Gb af efni væri aðgengilegt en viðtölin hafa verið klippt til. Vonaði EHG að…
GJ nefndi að geyma þyrfti efnið og einhversstaðar þyrfti skápurinn að vera. JEG bjóst við að vera lengi vel enn í Háskólanum og skyldi taka að sér að geyma skápinn.
KH lagði til þakklæti til handa EHG fyrir frumkvæðið að viðtölunum. Stiklaði síðan á umfjölluninni um Þorstein Sæmundsson sem hann sagði 98% tilbúna. Nú er kominn texti undir lesnar minninga hans sem hann ritaði sjálfur. EHG lagði einnig til að hugað yrði fleiri viðtölum enda liði tíminn hratt. Lagði til að stjórnin réði úr þeim málum og myndi jafnvel sækja um styrki til þess að gera þetta að veruleika. Hann lagði til að viðtöl yrðu tekin við Stein Sigurðsson stjarneðlisfræðing og SG stjarnmælingamann en þeir eru að eldast. SG nefndi hvort það mætti leita liðsinnis nemenda til þess að sjá um að tekin yrðu fleiri viðtöl. EHG rakti hvað hefði gerst varðandi aðdraganda að viðtölum.
(c) Stjarnvísindakennsla í grunn- og menntaskólum landsins
EHG umræðuefni bauð HA velkominn á fundinn. EHG hafði sent skeyti um þennan lið og beindi orðum sínum til HA og SHB. ÞS hafði komist að því að aðeins einn skóli (verslunarskóinn) væri með stjarnvísindi sem skyldugrein. SÍ ætti að fylgjast með og koma með tillögur að úrbótum. EHG lag’I til að gert yrði málþing um kennslu í stjörnufræði í grunn- og framhaldsskólum. Sem námsbrautarformaður er Páll Jakobsson yfir þessum málum í Háskólanum. EHG bað HA um að segja aðeins frá þessum málum og framhaldsskólaliðinn. (fá samantekt frá JEG).
HA rakti að stjörnufræði í grunnskóla: námskrá. Sumir kenna stjörnufræði og halda betur utan um það en aðrir. Kennsluskrá frá 1999. Rétt um 2000 varð óheillaþróun varðandi námskrána. Var með allt öðru sniði varðandi náttúruvísindi. Efni frá 1999 var pakkað niður um 2013 og stjörnufræði þurrkuð út á grunnskólasniði. HA byrjaðii að kenna 1996 en upp úr hruni hvarf stjörnufræði úr kennaramenntun. Nú hefur aðeins ræst úr og 2024 hefur aðeins verið bætt í (sjá glæru um alheiminn). Vefsetrið mms.is => eðlisfræði 3, rafbók er núverandi námsefni. JEG: skortur á náttúrufræðikennurum. Allir grunnskólanema eiga að fá kennslu í stjörnufræði. Samantekt um stjörnufræðikennslu í menntaskólum á Íslandi (tekið upp úr samantekt X X).
- Í MR er stjörnufræði ekki lengur skyldufag á eðlisfræðibraut en nú í vetur er hún kennd sem valgrein. Hending réð því að Una Kamilla kennir í vetur en ekki Bjarni Traustason; mögulega er hún að kenna stjörnufræði í fyrsta skipti í vetur. Stjörnufræði var áður kennd í MR veturinn 2021-22, sem valgrein, og þá kenndi Ingibjörg Rósa Jónsdóttir (jarðfræðikennari).
- Í Kvennó er það Lea María Lemarquis sem hefur mikinn áhuga á að halda stjörnufræði að nemendum, og hún þyrfti klárlega að vera hluti af öllum starfshópum sem fjalla um stjörnufræði í framhaldsskólum.
- Í MH hefur Einar Már Júlíusson kennt stjörnufræði síðustu áratugi þegar næg þátttaka hefur fengist. Síðustu ár hefur gengið illa að ná lágmarksfjölda.
- Í Fjölbraut Ármúla var stjörnufræði kennd á vormisseri 2024, Andri Ingvason sá um kennsluna.
- Í MK hefur Maren Davíðsdóttir kennt stjörnufræði þegar nægur fjöldi hefur valið, síðast Vor 2024
- Í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hefur stjörnufræði verið kennd sem valgrein, eftir því sem næst verður komist síðast Vor 2024 af Sölva Snæ Jökulssyni.
- Í Flensborg hefur Viðar Ágústsson kennt stjörnufræði af miklum metnaði, þó er ekki á hverju ári sem nægur fjöldi fæst.
- Í Verzló er stjörnufræði ennþá skyldufag á eðlisfræðibraut, 4 tímar á viku hálfan vetur, tveir bekkir á hverju ári (rúmlega 50 nemendur), en auk þess kennd ca 2. hvert ár sem valgrein á líffræðibraut. Þóra Kristín Karlsdóttir er að kenna stjörnufræði í fyrsta skipti í vetur, einum hóp.
- MA: Stjörnufræði ekki lengur skyldufag á eðlisfræðibraut. Það er því ljóst að talsverður áhugi er á stjörnufræði í mörgum skólum þó hún sé ekki skyldufag nema í einum skóla. Það sem skiptir sköpum er að í skólunum séu til staðar áhugasamir kennarar sem geta tekið að sér kennsluna þegar nægur fjöldi fæst; þarna skiptir „orðið á götunni“ meðal nemenda miklu máli, að stjörnufræðin hafi á sér orð fyrir að vera spennandi og áhugaverð (og kannski ekki of kröfuhörð?). Fyrir skólastjórnendur er nauðsynlegt að innanhúss sé að finna „starfsmann á plani“ sem getur tekið kennsluna að sér. Það væri áhugavert að hafa lauslegt sambandi við þá ofangreinda sem kennt hafa stjörnufræðina í hinum ýmsu skólum, spyrja hvernig hafi gengið og jafnvel fá til skrafs og ráðagerða.
Þessu tengt vakna síðan aðrar spurningar: Ætti stjarnvísindafélagið að styðja við stjörnufræðikennslu í ljósi þess að margir kennarar eru að kenna stjörnufræði í fyrsta skipti? Ætti félagið t.d. að gefa út leiðbeinandi hugmyndir að námsáætlun, með upptalningu kjarnaatriða? Hér mætti tvinna saman við ávísunum á gagnlegt YouTube efni enda auðvelt að villast í þeim frumskógi – t.d. Jason Kendall fyrirlestrarnir og annað vel valið efni? Einnig benda á Netflix þættina „Cosmic Time Machine“ um James Webb, og „Black Holes: The Edge of all we know“. Ditto með Cosmos, bæði gömlu og nýju?
Gæti félagið útbúið pakka með tilbúnum verkefnum fyrir nemendur, sem kennarar geta lagt fyrir? Það má reikna með að margir kennarar tækju slíku fegins hendi. Kennsluefni í faginu er í raun ekki fyrir hendi á bókarformi, enda lesa nemendur ekki lengur samfelldan texta. Sumir kennarar nota sundurlaust efni „af netinu“, aðrir vísa nemendum á stjörnufræðivefinn. Þetta er svosem í lagi, en hugsanlega gæti félagið búið til einhverskonar leiðbeiningar („structured plan“) um hvaða efni er heppilegt að nota, flokkað í efnisatriði – einhverskonar einingar sem innihalda lesefni + verkefni + samantekt á helstu punktum?
KH hvað sérðu fyrir þér að gera þurfi í framtíðinni? Sunna Rós skrifaði BA ritgerð um stöðu stjörnufræði í grunnskólum. Hópur undir miklum þrýstingi að vinna tillögur hratt. TIMSS reynir að mæla hvort börn og unglingar hafi lært það sem kennt er. Skoðanir á námsefninu viðraðar af SHB og HA. Lagt til að halda ráðstefnu/málþing um þetta efni. HA þakkað fyrir innslag sitt og upplýsandi kynningu á stöðu mála í grunnskólum og framhaldsskólum.
(d) Staða NOT sjónaukans og stuðningur frá HÍ
Sama og undanfarinn ár NOT-forstöðumaður rekinn Finnar og danir eiga NOT núna. Erfitt að fjármagna sjónaukann. Félagsstofnun..
(e) Staða Simons Observatory sjónaukans og tengsl við HÍ
Vísindamenn við Háskóla Íslands taka þátt í Simons Observatory vísindasamstarfinu. Meira um þau mál síðar.
(f) Kaup á sjónauka fyrir kennslu í HÍ
JEG sagði að búið væri að senda inn umsókn um sjónaukakaup upp á 1,5 milljón kr. Þó væri undir engum kringumstæðum skylda að fylgja eftir hvaða tæki yrðu keypt.
(g) Ráðstefnur á Íslandi á næstu árum
Ráðstefnur Stjörnulíffræðiráðstefna næsta sumar, sennilega í júlí 2025. SHB sagði frá ASTROACCEL í Hörpu 20. Október 2025. GB sagði frá væntanlega háloftaráðstefnu Maí 2026. GJ sagði frá Eve Online Fanfest, spilaleikjaframleiðandi, þing um tölvuleikinn CCP.
(h) Orðaskrá Stjarnvísindafélags Íslands
Fundi slitið kl. 17:05.