Aðalfundur 2023

Almenn fundarstörf

Dagskrá

  • Kosning fundarstjóra og ritara
  • Skýrsla stjórnar flutt
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu
  • Lagabreytingar
  • Kosning stjórnarmanna
  • Kosning endurskoðanda
  • Ákvörðun árgjalds
  • Önnur mál (félagsmönnum er frjálst að leggja til umræðuefni eða bera mál undir félagsmenn)

Fundargerð (rituð af Snævarri Guðmundssyni)

28.12.2023, kl 14:00 – 16:00

Mættir

Jón Emil Guðmundsson (JEG) formaður SVFÍ

Sævar Helgi Bragason (SHB) gjaldkeri

Snævarr Guðmundsson (SG) ritari

Einar H. Guðmundsson (EHG)

Þorsteinn Vilhjálmsson (ÞV)

Páll Jakobsson (PJ)

Kári Helgason (KH)

Gunnlaugur Björnsson (GB)

Guðlaugur Jóhannesson (GJ)

Ása Skúladóttir (ÁS)

Lárus Thorlacius (LTh)

Þorsteinn Þorsteinsson (ÞÞ) kom eftir að lið 3 var lokið.

Enginn á fjarfundi. Á þennan aðalfund var metaðsókn, alls 12 félagar.

Skýrsla stjórnar

Kæru félagsmenn,

Það verður seint sagt að félagið okkar hafi byrjað árið af krafti. Nýir stjórnarmeðlimir tóku sér tíma til umhugsunar áður en ráðist var í verkefni. Fyrsta atburðurinn á árinu var svokallaður sumarfundur SÍ sem var haldinn á Zoom þann 20. júni. Þar ræddum við meðal annars nýa vefsíðu sem er kominn á netið, stjarnvisindi.is, en þar má finna lög félagsins og upplýsingar um viðburði svo eitthvað sé sagt. Nýr póstlisti félagsins, stjarnvisindi@googlegroups.com, var einnig kynntur en þangað hafa svo gott sem allar tilkynningar ársins farið. Á sumarfundinum ræddum við meðal annars um uppsetningu þessarar nýju síðu og kynntum áform um fyrirlestrarröð um stjarnvísindi fyrir almenning sem við skipuleggjum ásamt Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og Háskóla Íslands. Dagskrá fundarins var ekki fast ákveðin og gafst tími til þess að spjalla um hitt og þetta sem viðkemur stjarnvísindum á Íslandi.

Fyrsti fyrirlesturinn í nýju fyrirlestrarröðinni var haldinn 13. september, en þá mætti Dr. Sasha Rahlin, vísindamaður við Háskólann í Chicago, og hélt fyrirlestur sem bar heitið Stjarnvísindi á Suðurpólnum. Það var ágætis mæting á fyrirlesturinn, á bilinu 30-40 manns, og hjálpaði þá hugsanlega svolítið að formenn félagana tveggja, mættu í útvarpið, Rás 1, um morguninn til þess að vekja athygli á þessari nýju fyrirlestrarröð.

Annað erindið í þessari röð var flutt af Ásu Skúladóttur, 23. nóvember og bar sá fyrirlestur heitið Fjársjóðsleit meðal dvergvetrarbrauta. Í þetta skiptið var mæting stórgóð, u.þ.b. 60 manns. Í báðum tilfellum báru fundargesti upp fjölda spurninga í lok fyrirlestranna og virtist eins og fólk hefði haft mjög gaman af.

Yfirlýst markmið okkar er að ná fjórum fyrirlestrum á skólaári, a.m.k. tveimur fyrir jól og tveimur fyrir áramót. Í maímánuði n.k. eigum við von á Dr. Cynthia Chiang. Hún er afar áhugaverður stjarneðlisfræðingur og flott fyrirmynd en hún sérhæfir sig í rannsóknum á útvarpsbylgjum, svokölluðum 21-cm bylgjum, frá fyrst stjörnunum í alheiminum. Cynthia mun að öllum líkindum flytja fjórða fyrirlesturinn í þessari seríu. Þriðja erindið hefur hins vegar ekki verið skipulagt þó nokkrar fínar tillögur hafi borist.

Útgjöld tengd þessum atburðum hafa verið frekar smávægileg en stærsti útgjaldaliður ársins tengdist ferðakostnaði vegna fyrirlesturs Ásu Skúladóttur. Útgjöld tengd fyrirlestrum á vormisseri verða að öllum óveruleg þar sem hægt er að samtvinna komur erlendra fyrirlesara við önnur rannsóknarverkefni. Sjá annars umfjöllun í næsta fundarlið.

Þetta er samantekt okkar á starfsárinu. Stjarnvísindaárið 2023 í heild sinni hefur verið viðburðaríkt að venju og auðvitað hægt að nefna ýmsa atburði, gleðifréttir og sorgartíðindi. Sumt munum við nefna seinna á þessum fundi.

Að lokum langar okkur til að þakka öllum sem hafa stutt störf félagsins á þessu ári.

—Stjórn Stjarnvísindafélag Íslands

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu

kl. 13:20 SHB kynnti árs- og efnahagsreikinga. ÞV hafði samþykkt þá fyrir fund en ÞÞ gert smá athugasemdir. Eftir að SHB lauk kynningu sinni gerði ÞV grein fyrir sinni afstöðu til reikninganna (voru settir upp í Excel). GJ spurði um hvernig kostnaði á heimsóknum erlendra fyrirlesara væri háttað. JEG: Þeir hafa sýnt áhuga á að heimsækja landið einnig, og því komið á eigin vegum. GB: Þegar fólk er á leið yfir hafið hefur tekist að ná því til að staldra við í 2-3 daga. KH: Bætti við sambærilegum athugasemdum um heimsóknir reikistjörnufræðinga. EHG: Bætti við um Nordita (Nordic Fund) sem styrkir fyrirlestra á erlendri grund. Svolítil umræða spannst upp um tækifæri á að fá erlenda fyrirlesara. Orð í belg lögðu LTh, SHB, EHG.

kl. 13:28 Aðalfundur samþykkti reikninga en í þá mund sagði SHB að ÞÞ hefði rétt í þessu sent samþykki sitt á reikningum.

Lagabreytingar

Engar tillögur bárust.

Kosning stjórnarmanna

kl. 13:31 LTh: Kosning stjórnar Formaður er kosinn annað hvert ár, það sama gildir um gjaldkera og rita en þessi embætti eru ekki kosin á sama ári. EGH: Nú skal kjósa gjaldkera og ritara. LTh: Tillaga um að SHB og SG sinni áfram störfum var samþykkt einróma.

Kosning endurskoðenda → skoðunarmenn reikninga

kl. 13:33 LTh: skoðunarmenn reikninga. SHB: ÞV vill láta af embætti vegna heilsubrests. Undir það tekur ÞV. GJ: Býður sig fram til embættis annars skoðunarmanns í stað ÞV. Kjörnir skoðunarmenn reikninga næsta tímabils eru því ÞÞ og GJ.

Ákvörðun árgjalds

LTh: Árgjald. SHB: Tillaga stjórnar er að breyta ekki árgjaldi (3000 kr). Það er samþykkt af aðalfundi. KH: Nemar greiði hálft gjald (1500 kr). Minnir á að það liggi ljóst fyrir. Umræða hvort fundarstjóri skrái ávítur vegna ákafa fundargesta við að klára fundahöld. Að sjálfsögðu eru þær athugasemdir á léttum nótum.

Önnur mál (félagsmönnum er frjálst að leggja til umræðuefni eða bera mál undir félagsmenn)

kl. 13:37 Lth: Önnur mál (a) Minningarorð um Þorstein Sæmundsson

Minningarorð um Þorstein Sæmundsson (ÞS) sem lést 26. nóvember 2023. kl. 13:43 EHG: minntist ferils ÞS við Stjarnvísindafélag Íslands. Hann rakti aðkomu ÞS að stofnun Stjarnvísindafélagsins (stofnfélagi), orðaskrá úr stjörnufræði, sem er að miklu leyti vegna hans og aðkomu að NOT sjónaukanum 1997. EHG sagði frá viðbrögðum ráðamanna og tildrögum þess að aðildarumsókn Íslands að samstarfi NOT var að lokum samþykkt m.a. að tilstuðlan ÞS og Kristbjarnar G. Tryggvasonar. KH: Sýndi videosamantekt af texta Þorsteins um æsku sína sem stjarnvísindamanns. KH talaði sjálfur inn á myndbandið sem mun væntanlega birtast á Youtube í framtíðinni. Fundargestir lýstu almennt ánægju sinni með framtak KH. ÞV: talaði um þýðingar ÞS á m.a. frumefnunum. Úran en ekki úraníum, nifteind en ekki nevtróna o.s.fr.v. ÞV: hvatti til félaga og stjórn SVFÍ þess að taka á orðaskránni og viðhalda. Svolítil umræða spannst upp um orðaþýðingar, orðaskrá og framtíð hennar.ÞV, EHG, SHB, GB tóku til máls. Að lokum vottuðu félagar Þorsteini virðingu og þakklæti fyrir með þögn.

Vegna tengiörðugleika tölvu og skjávarpa voru umræðuefni “Annarra mála” umröðuð.

(c) Fréttir af félagsmönnum og verkefnum þeirra

(d) Uppástungur um nýja félaga GJ greindi frá mögulegum félaga af erlendu bergi brotnu, einhvern tíma á næstu mánuðum.

kl. 14:45 (b) Snævarr Guðmundsson segir frá stjarnmælingum sínum SG hélt erindi um stjarnmælingar frá Hornafirði, á myrkvatvístirnum og fjarreikistjörnum.

Fundi slitið kl. 15:05.

Jón Emil
Jón Emil
Lektor í stjarneðlisfræði

Undanfarin ár hafa rannsóknir mínar mest megnis tengst mælingum á örbylgjukliðnum — elsta ljósinu í alheiminum.