Aðalfundur 2022
Almenn fundarstörf
Dagskrá
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar flutt
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnarmanna
- Kosning endurskoðanda
- Ákvörðun árgjalds
- Önnur mál (félagsmönnum er frjálst að leggja til umræðuefni eða bera mál undir félagsmenn)
Fundargerð (rituð af Snævarri Guðmundssyni)
14.12.2022, kl 20:00 – 22:00
Mættir (☨ á fjarfundi)
☨Guðmundur Kári Stefánsson (GKS)
☨Jón Emil Guðmundsson (JEG)
Kári Helgason (KH)
Þórir Sigurðsson (ÞS)
Guðlaugur jóhannesson (GJ)
Páll Jakobsson (PJ)
Sævar Helgi Bragason (SHB)
☨Snævarr Guðmundsson (SG)
☨Einar H. Guðmundsson (EHG)
Skýrsla stjórnar
KH rakti markmið Stjarnvísindafélagsins (SVFÍ), eins og lýst er á heimasíðu, og síðan hvað hefði áorkast á árinu. Snemma á árinu hélt Ása Skúladóttir erindi um dvergstjörnuþokur. Annað erindi var kynning á JWST; SHB og KH kynntu, 50-70 manns mættu. Búinn að vera miðpunktur.
Lawrence Krauss með Barry Barish Nóbelsverðlaunahafa héltu lítt auglýst erindi í Reykjavík, Ekki auglýst vegna þess að LK var víst staðinn að kynferðisáreitni. 50-70 manns mættu.
GKS, valinn NHFP fellows árið 2022, mjög mikil viðurkenning. Getur verið að GKS fái prófessorstöðu í Amsterdam.
NOT-sjónaukinn 7-10. júní 2022 vegna Jóhannes Andersen sem lést árið 2020.
Námsleið í kennilegri eðlisfræði, samstarfsverkefni HÍ og Norrænu rannsóknastofnunarinnar.
Skoðaðir reikningar
SHB rakti reikninga ársins. >380 000 kr á reikning. (sjá reikninga). Skoðunarmaður reikninga samþykkir ekki uppgjör og óskar frekari upplýsinga. Eru félagar samþykkir reikning, já. Allir samþykkir.
Hér vill ritari benda stjórnarmönnum á að aðalfundi er ekki lokið nema að lagt hafi verið fram yfirfarið samþykkt (endurskoðað) reikningsuppgjör. Hlutverk aðalfundar er að ljúka „starfsári“ og gera upp. Ekki á að skilja eftir ókláruð mál. Reikningar eru hluti af því ferli. Þegar staða af þessu tagi kemur upp, sem nú er, verður að auglýsa aukaaðalfund þar sem reikningsuppgjör er aftur kynnt til samþykkis eða til að koma á framfæri frekari athugasemdir. Gefinn er ákveðinn tími, yfirleitt stuttur tími fyrir stjórn að ganga frá sínum málum. Ekki á að óska eftir að félagar samþykki óuppgerða reikninga. Þó að SVFÍ sé lítið félag á að fylgja fundarsköpum. Best er að boða ekki til aðalfundar fyrr en búið er að gera upp og endurskoða reikninga, til þess að forðast að kalla þurfi til aukaaðalfundar.
Lagabreytingar
Engar tillögur bárust. EHG minnti á að lagabreytingar verði að boðast með fyrirvara. Það stendur í lögunum.
Kosning stjórnarmanna
Annað hvert ár er kosinn formaður, hin árin gjaldkeri og ritari. KH ætlar að stíga til hliðar en gerir að tillögu að JEG taki við formannsstöðu. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Kosning endurskoðenda → skoðunarmenn reikninga
EHS: Endurskoðandi er lögverndað starfsheiti. Á að vera skoðunarmenn reikninga. Núverandi skoðunarmenn eru Þorsteinn Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson en lagt til að gefa þeim síðarnefnda frí frá þessum störfum. Við tekur GJ.
Ákvörðun árgjalds
Almennt félagsgjald 3000 kr, námsmannagjald 1500 kr. Tillaga að félagar erlendis borgi einnig hálft var ekki samþykkt. Þeir greiða því enn fullt gjald.
Önnur mál
a) Engir nýir félagar voru teknir inn þetta árið, því engar uppástungur um þá komu fram. Venja er að bjóða ungum nemendum í félagið. EHG spyr um litakóða á glæru sem KH birti (grænn hálitur á nöfnum). KH hafði rennt yfir hverjir félaganna væru virkir eða óvirkir. Til þess að velta því upp hvort rétt væri að rukka óvirka félaga.
b) Sögunefnd um viðtöl við stjarnvísindafólk. KH bað EHG að taka við og segja frá. Búið að taka viðtöl við ÞS, ÞV, EJ, EHG, GB og L Th. EHG segir öll viðtöl hafa verið snyrt til (forunnin) og sent viðmælendum. EHG sagði að öll viðtöl verði tilbúin mjög fljótlega en ekki um áramótin eins og til stóð. eftir að þau hafi verið samþykkt muni þau verða komin í geymslu.
EHG segist ólíklega sjálfur koma að fleiri viðtölum, þ.e. af eigin frumkvæði, en býður gjaldlaust sig fram sem ráðgjafi. Mikil vinna og tímafrek sem felst í viðtölunum. Þurfi að mögulega að leita fjárstyrkja í áframhald viðtala. Þakkir til Höllu Einarsdóttur fyrir vinnu sína. KH talaði um framlag Þorsteins Sæmundssonar (ÞS) í þetta verkefni, sem vildi aðeins svara spurningum en ekki láta taka viðtal.
KH lagði til að SVFÍ myndi greiða Höllu eitthvað fyrir vinnuframlag hennar, í það minnsta til þess að sýna þakklæti sitt. EHG taldi að eftirvinnsla eftir hvert viðtal tæki 3 daga. Ákveðið að greiða henni 200 000 kr. sem þakklætisvott fyrir vinnuframlag sitt.
Áfram spunnust umræður um styrkjamöguleika, EHG lagði til að sækja um í sjóð Þorsteins Vilhjálmssonar og konu hans, fyrir næstu úthlutun. Sjóðurinn er með heimasíðu.
Hefðbundnum dagskrárliðum lokið EHG þakkaði KH fyrir síðustu fjögur árin og bauð JEG velkominn til starfa sem formann SVFÍ.
c) Erindi Jóns E. Guðmundssonar.