Aðalfundur 2020

Almenn fundarstörf

Fundargerð (rituð af Snævarri Guðmundssyni)

17.12.2020

Mættir

Sigríður Kristjánsdóttir

Gunnlaugur Björnsson

Guðlaugur Jóhannesson

Þorsteinn Þorsteinsson

Bryndís María Ragnarsdóttir

Joakim Rosdahl

Þorssteinn Vilhjálmsson

Einar H. Guðmundsson

Þórir Sigurðsson

Kári Helgason (fundarstjóri og formaður)

Snævarr Guðmundsson (ritari)

Fundargerð

  1. KH setti aðalfundinn, þann 17.12.2020. Zoom-fundur.
  2. Hlutverk Stjarnvísindafélagsins. KH: fór fyrst í gegnum hlutverk SÍ. Félagsfundur í október. Að gefa út fréttabréf er orðið gamaldags. EHG: lagði til að þetta yrði tekið fyrir á félagsfundi.
  3. Fréttir af NOT. Svíar og Danir hafa dregið sig út úr rekstri og háskólarnir í Árósum og Turku tóku yfir skuldbindingar. Háskólarnir í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn hafa lýst yfir vilja til samstarfs. Íslandi úthlutað 5-10% af mælinóttum hvers árs gegn 1% rekstrarframlagi, en HÍ mun taka að sér rekstrarframlag. EHG : ræða kennslumál á félagsfundi. GB: segir þetta ekki hafa áhrif á aðkomu HÍ og segir samkomulag undirskrifað um afnot af NOT. Hvort að sú úhlutun gildi í framtíðinni er óvíst. EHG: sem SÍ eiga mikinn þátt í að afnot af NOT fengust. Gæti SÍ fengið afrit af gögnum um reksturinn á NOT. Þróunin við afnot af NOT verið svolítil sérkennileg aðeins eitt verkefni (norrænt samverkefni um vöktun gammablossa, sem Palli er í forsvari fyrir, þó skrifað sé á Ísland). SÍ er eini vettvangurinn til þess að ræða um NOT og mætti ræða í félaginu um aðkomu Íslendinga. BG: endurskoðun fer fram og Ísland fær ekki samaframlag. EHG: Þyrfti að ræða þessi mál á félagsfundi um samskipti Íslands um samtök erlendis. KH: Aðild Íslands að ESO fyrir SÍ. Hafa hitti stækkunarstjóra ESO í Þýskalandi og ræddu um mögulega aðild Íslands í ESA. Talsverð umræða um þetta atriði. EHG: leggur til að félagið haldi fund um alþjóðasamstarf.
  4. Umsókn Íslands í ESA. Bréf sent Lilju Alfreðsdóttur. Stuðningur við aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA).
  5. Kynningar árið 2020 KH: 2019 var gott ár en hætt við erindi með L. Krauss sem átti að vera í haust.
  6. Reikningar. KH: Litlar hreyfingar á árinu. Skoðunarmenn reikninga samþykktu reikninga ársins. Vonandi munu reikningar verða greiddir í gegnum bankann sjálfkrafa.
  7. Lagabreytingar. Engar óskir bárust og því fellur það sjálfkrafa niður.
  8. Kosning stjórnarmanna. Nú á að kjósa formann og skoðunarmenn reikninga en ritari og gjaldkeri voru kosnir í fyrra. KH mun sitja áfram. KH: ÞÞ og ÞV munu sitja áfram sem skoðunarmenn reikninga.
  9. Árgjald. Tillaga um að hækka árgjaldið í 3000 kr, úr 2500 kr. Námsmannagjald 1500 kr.
  10. Nýir félagar. Engar uppástungur þetta árið. Það eru ~50 félagar í SÍ.
  11. Næsti félagsfundur 9. mars 2021. Auglýst síðar.
  12. SK: Leggja áherslu á þátt kvenna 11. feb. sem eru 8. mars sem eru alþjóðadagar kvenna m.a. í vísindum.
  13. Erindi um Stjörnu-Odda. EHG: sagði frá sólstöðuhátiðinni þann 20. júní 2020. Sagði fyrst frá sögunefndinni stofnuð 2018, ætti að halda utan um sögu stjarnvísinda og félagsins. 3 verkefni í gangi, snertir SÍ, drög um stjarneðlisfræði og hvað gerðist á Íslandi. Síðan um viðtöl við stjarnvísindamenn. Síðan erindið um Stjörnu-Odda. Sýndi bloggsíðuna.
  14. Joakim Rosdahl sagði frá starfi sínu í Frakklandi, er við háskólann í Lyon, í stjarneðlisfræði. Flutti erindi um myndun og þróun vetrarbrauta í frumbernsku alheims og endurjónun. Stærri hópur sem nýtir sér tölvulíkön í stjarneðlisfræði en fyrr.
  15. Atli Fanndal. Erindi frestað.
Jón Emil
Jón Emil
Prófessor í stjarneðlisfræði

Undanfarin ár hafa rannsóknir mínar mest megnis tengst mælingum á örbylgjukliðnum — elsta ljósinu í alheiminum.